Heilsa
Heilsa er næringarþjálfun sem felur í sér sérhannað matarplan byggt á hágæða mat í réttu magni og skömmtum.
Heilsa kennir þér hvað þú átt að borða, í hvaða magni og hvenær til að BESTA heilsuna þína og lífsgæði og færa þér meiri orku í daglegu amstri og á æfingum.
Heilsa er 12 vikna prógramm sem skiptist í fjögur þriggja vikna þrep. Þar sem bæði matseðillinn, magn og hlutföll orkuefna eru uppfærð samhliða þínum árangri og markmiðum
„Ég mæli með Heilsu fyrir alla sem vilja læra á heilbrigt mataræði og þurfa einhvers konar aðstoð við það“
12 vikur kosta 5.000 á viku eða 60.000 í heildina
Innifalið:
Sérhannað matarplan fyrir þig sem stuðlar að bættri heilsu, hærra orkustigi allan daginn og hjálpar þér að BESTA líkamann þinn á öllum sviðum.
Full þjónusta og aðgangur að ráðum og hvatningu frá Everti.
Hreysti
Hreysti er æfingaplan sem byggir á nýjustu þekkingu í þjálffræði og rannsóknum á heilbrigðu langlífi sem stuðlar að alhliða hreysti alla ævi.
Hreysti kennir þér að rækta líkamann þinn og byggja upp ólíka þætti alhliða hreysti sem þú getur svo haldið áfram að BESTA út ævina.
Hreysti er 12 vikna prógramm sem skiptist í tvær sex vikna blokkir og er uppfært samhliða þínum árangri.
„Ég mæli með Hreysti fyrir alla sem eru með mataræðið á hreinu en vilja/þurfa skilvirkara æfingaplan til að hámarka árangurinn í ræktinni og fá þannig meira fyrir peninginn“
12 vikur kosta 5.000 á viku eða 60.000 í heildina
Innifalið:
Einstaklingsmiðað 12 vikna æfingaplan
Full þjónusta og aðgangur að ráðum og hvatningu frá Everti.
Heilsa & Hreysti
Heilsa & Hreysti er allur pakkinn.
Sérhannað matar- og æfingaplan sem stuðlar að góðri heilsu og hreysti alla ævi.
Heilsa & Hreysti prógrammið felur í sér allt sem þessi prógrömm fela í sér hvort í sínu lagi
„Ég mæli með Heilsu & Hreysti fyrir alla sem vilja/þurfa fullt aðhald og eru hvorki með næringu né æfingar á hreinu“
Fyrstu 12 vikurnar (Heilsa & Hreysti) kosta 7.500 á viku eða 90.000 í heildina
Næstu 12 vikur (Hreysti) kosta 5.000 á viku eða 60.000 í heildina
Innifalið:
Sérhannað æfinga- og matarplan.
Matarplanið er uppfært á meðan þörf krefur eða þangað til við finnum plan sem þú sérð fyrir þér að gera að lífsstíl (þetta tekur yfirleitt 3-6 mánuði).
Þegar matarplanið er orðið lífsstíll getur þú hætt að borga mér fyrir þá þjónustu og við höldum áfram að æfa saman.
Ég uppfæri æfingaplanið á 12 vikna fresti samhliða því sem getustigið þitt eykst, eins lengi og þú heldur áfram að æfa með mér.
Full þjónusta og aðgangur að ráðum og hvatningu frá Everti.
Veldu þína áskriftarleið
Mínar áherslur
Ég sé Heilsu og Hreysti fyrir mér sem þrífættan stól þar sem hver stoð/fótur er jafn mikilvægur. Stoðirnar þrjár eru: SVEFN, NÆRING OG HREYFING. Um leið og vantar upp á eina stoð stendur stóllinn þinn ekki eins vel eða bara alls ekki.
Öndun er mikilvægur þáttur í heilbrigðum lífsstíl og mætti kannski líkja við setuna á stólnum sem tengir allar fæturna saman.
Svefn
„Frábær dagur byrjar á góðum nætursvefni.“ - Evert
Flesti vita að nægur gæðasvefn er mikilvægur heilsu okkar, lífsgæðum og árangri í öllu sem við tökum okkur fyrir í lífinu.
Svefnráðgjöf er hluti af öllum áskriftarpökkum.
Leyfðu mér að hjálpa þér að BESTA svefninn þinn
Næring
„Allt sem þú borðar eða drekkur gerir þig annaðhvort sterkari eða veikari - þitt er valið.“ - Heather Morgan (stílfært)
Heilbrigð næring er í raun mjög einföld og þar skiptir mestu máli að BORÐA MAT! Svo getum fært næringplanið á hærra stig með því að borða rétt magn í réttum hlutföllum og á réttum tíma til að hámarka orkustig og vellíðan allan daginn alla daga.
Leyfðu mér að leiða þig í gegnum völundarhúsið sem matur og næring eru í samfélaginu okkar og BESTA þannig lífsgæðin þín
Hreyfing
„Regluleg hreyfing er sterkasta vopnið þitt gegn veikindum, vanlíðan og öldrun.“ - Dr. Peter Attia (stílfært)
Styrkur, vöðvamassi og V02 max eru lykilþættir að heilbrigðu langlífi. Ég bý til æfingaprógramm fyrir þig sem byggir á lögmálum þjálfunarfræði en er sérhæft að þínum markmiðum og rútínu svo þú getir stuðst við alla ævi.
Leyfðu mér að hjálpa þér að BESTA líkamann þinn, bæði útlit og virkni.
Öndun / Streitustjórnun
„Andaðu frá þér streitunni“ - Evert
Öndunaræfingar og hugleiðsla eru í raun tvær hliðar á sama peningi. Öndunaræfingar stuðla að minni streitu í lífinu og auka þannig lífsgæði og gleði.
Leyfðu mér að hjálpa þér að losa þig við óþarfa streitu í lífi þínu.
Flæði
Skerf 1
Þú hefur samband
Ég vil heyra í þér áður en við byrjum
að vinna saman. Sendu mér línu
á evert@evert.is. og við förum yfir markmiðin þín og núverandi ástand
og vinnum út frá því
Taktu skrefið
Skref 2
Ég bý til plan
Eftir fyrstu kynni bý ég til plan fyrir þig hvort sem er næringar, æfingaplan eða bæði. Þetta ferli getur tekið allt að 7 daga.
Góðir hlutir taka tíma
Skref 3
Vinna fyrir alla
Við byrjum að vinna saman og allir vinna á endanum.
Heilsa og Hreysti alla ævi